290 flóttamönnum bjargað frá drukknun

Tæplega 300 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag.
Tæplega 300 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag. AFP

290 flóttamönnum var bjargað undan ströndum Líbíu í dag. Fólkið var um borð í tveimur bátum, en tvær konur létu lífið áður en björgunarmenn náðu til þeirra.

Flóttamennirnir sigldu frá Líbíu á laugardagskvöld í tveimur bráðabirgðabátum, en bilun í vélarbúnaði gerði það að verkum að bátarnir lentu í vandræðum nokkrum klukkustundum eftir brottför.  

„Við héldum kyrru fyrir frá klukkan sex í morgun, þar til sjóherinn kom,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Baba Koni, Malíbúa sem var um borð í öðrum bátnum. 

Frá því að fyrr­ver­andi ein­ræðis­herr­ann Moa­mer Kadhafi lét lífið árið 2011 hefur flóttamannastraumurinn frá Líbíu til Evrópu stóraukist. Árið 2016 létu 3.116 flóttamenn lífið á leið sinni til Evrópu, en smyglarar hafa nýtt sér eldfimt ástand á svæðinu.

Það sem af er þessu ári hafa 27 manns látið lífið á flótta á þessum slóðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert