Samvaxnir tvíburar aðskildir

Stúlkurnar voru samvaxnar um kviðinn.
Stúlkurnar voru samvaxnar um kviðinn. AFP

Palestínskar tvíburasystur gengust undir lífsnauðsynlega aðgerð í Sádi-Arabíu. Þær voru samvaxnar um kvið og neðri hluta líkamans, höfðu m.a. sameiginlegan fót, en hvor sitt hjartað og lungun. Í aðgerðinni voru stúlkurnar, sem heita Farah og Haneen, aðskildar. Er aðgerðin sögð hafa gengið vel.

Stúlkurnar fæddust á Gaza í Palestínu. Flogið var með þær til Sádi-Arabíu eftir að ljós kom að yrði ekki gerð aðgerð á þeim gætu þær dáið.

Tvíburarnir fæddust í október og voru þær fluttar til Sádi-Arabíu í desember. 

Aðgerðin var mjög flókin og framkvæmd í níu stigum. Meðal annars þurfti að aðskilja ýmis líffæri þeirra, s.s. lifrar. 

Ekki er hægt að framkvæma aðgerð sem þess á Gaza þar sem heilbrigðiskerfið er veikt.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert