Gleymdi Trump textanum?

Donald Trump sést hér þar sem hann söng eitthvað af ...
Donald Trump sést hér þar sem hann söng eitthvað af þjóðsöngnum í gærkvöldi. AFP

Donald Trump Bandaforseti hlaut misjöfn viðbrögð þegar hann söng þjóðsönginn fyrir ruðningsleik sem fór fram í Atlanta í gær.

Þegar The Star-Spangled Banner hófst fylgdust fjölmargir með hegðun forsetans, í það minnsta þeir sem tjáðu sig um hana á samfélagsmiðlum.

Stuðningsmenn forsetans sögðust fylgjast stoltir með forsetanum leggja hægri höndina á hjartastað. Gagnrýnendur hans sögðu hins vegar að það hefði litið út eins og Trump hefði gleymt textanum.

Ljóst er að forsetinn söng ekki með allan tímann en óvíst er hvort hann hafi gleymt textanum. 

Blaðamaður BBCAnt­hony Zurcher, bendir á að forsetinn heyri ekki sérstaklega vel og einnig heyrist lagið verr niðri á vellinum.

Trump hefur margoft hvatt til þess að þjóðsöngnum verði sýnd virðing. Nú síðast tjáði hann sig um þjóðsönginn á Twitter í gær: „Við viljum að fáninn okkar sé virtur - og við viljum að ÞJÓÐSÖNGURINN okkar sé einnig virtur.“

Svona lítur Twitter-síða Trump út þar sem má sjá hann ...
Svona lítur Twitter-síða Trump út þar sem má sjá hann þegar þjóðsöngurinn var leikinn í gærkvöldi. Ljósmynd/Twitter

Trump hefur gagnrýnt leikmenn NFL-deildarinnar sem hafa kropið á kné þegar þjóðsöngurinn er leikinn fyrir leiki. Leikmenn hafa mótmælt ofbeldi, sérstaklega af hendi lögreglunnar, gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum. Trump sagði síðasta haust að það yrði að reka leikmenn sem mótmæltu úr deildinni.

mbl.is