Minnir á vígvöll úr fyrri heimsstyrjöldinni

AFP

Þrettán hið minnsta létust í aurskriðum í Suður-Kaliforníu og 163 voru fluttir á sjúkrahús. Af þeim eru fjórir alvarlega slasaðir. Gríðarleg úrkoma hefur verið á þessu svæði og segir lögregla að aðstæður minni mest á vígvöll í fyrri heimsstyrjöldinni.

300 manna hópur er fastur í Romero-gljúfri, austur af Santa Barbara, vegna náttúruhamfaranna. 

Samkvæmt frétt BBC eru flóðin og aurskriðurnar á svæðum sem brunnu í skógareldum í síðasta mánuði. Vegna aurskriðanna nú hefur þurft að loka hraðbrautinni meðfram ströndinni á 48 km kafla. Óttast er að fleiri eigi eftir að látast í aurskriðum og flóðum þar sem fjölda fólks er enn leitað. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert