Rændu skartgripum af Ritz-hótelinu

Tveir þjófanna komust undan lögreglu.
Tveir þjófanna komust undan lögreglu. Ljósmynd/Wikipedia.org

Vopnaðir þjófar komust á brott með skartgripi fyrir andvirði nokkurra milljóna evra eftir að hafa brotið rúðu á Ritz-hótelinu í París fyrr í dag, en heimsþekktir skartgripaeigendur hafa gjarnan skartgripi sína til sýnis á hótelinu

AFP-fréttastofan hefur eftir lögreglu að þrír þeirra grunuðu hafði náðst á flótta og séu nú í haldi. Tveir komust hins vegar undan og eru á flótta.

Mennirnir brutu rúðu á jarðhæð hótelsins síðdegis í dag og tókst þeim að hafa talsvert af mjög verðmætum munum á brott með sér. Nokkrum götum í kringum hótelið hefur verið lokað vegna ránsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert