Vonin fer dvínandi

Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur ...
Janne Jemtland býr í smábænum Brumunddal í Noregi. Hennar hefur verið saknað í tólf sólarhringa.

Vonir norsku lögreglunnar um að finna hina 36 ára gömlu Janne Jemtland á lífi fara dvínandi eftir því sem fleiri dagar líða frá hvarfi hennar. Nú eru komnir tólf sólarhringar síðan hún yfirgaf heimili sitt í smábænum Brumunddal um nótt, eftir að hafa tekið leigubíl heim úr jólaveislu ásamt eiginmanni sínum. Síðan hefur ekkert til hennar spurst.

Lögreglunni í Brumunddal hafa borist yfir 200 ábendingar vegna hvarfs Jemtland en engin þeirra virðist hafa leitt lögreglu á spor hennar. Þá hefur leit sporhunda og með þyrlu úr lofti ekki borið árangur.

„Janne sást síðast í nágrenni við heimili sitt og þess vegna er eðlilegast að leita með þyrlu á því svæði,“ segir Terje Krogstad lögreglustjóri í samtali við norska fréttamiðilinn VG.

Fyrst eftir að eiginmaður Jemtland tilkynnti um hvarf hennar leituðu bæði lögregla og sjálfboðaliðar í nágrenni við heimili þeirra. „Það hefur verið leitað á öllu svæðinu, en spor og útlínur sjást betur úr lofti,“ segir Krogstad um það hvers vegna þyrla sé notuð við leitina.

Þyrlunni hefur meðal annars verið flogið í nágrenni við heimili Jemtland og yfir þá tvo staði þar sem blóð úr henni hefur fundist.

Hann segir lögreglu þó í raun engu nær um það hvað kom fyrir Jemtland eða hvar hún getur verið niður komin. Spurður hvort hann telji að hún hafi verið myrt segir Krogstad það eina kenningu sem unnið er með, en öllum möguleikum þó haldið opnum.

Spurður hvort það sé einhver von til að finna Jemtland á lífi segir hann: „Vonin fer dvínandi en hún er enn til staðar.“

Atburðarásin frá því 28. desember:

Jemt­land var í jóla­boði í sam­komu­húsi í heima­bæ sín­um að kvöldi 28. des­em­ber. Aðrir gest­ir í veisl­unni segja að hún hafi leikið á als oddi og virst hress og kát. Bróðir henn­ar seg­ist hafa fengið Snapchat-­skila­boð frá syst­ur sinni um kvöldið og á þeim hafi mátt sjá að hún skemmti sér hið besta. 

Hún yf­ir­gaf veisl­una í leigu­bíl ásamt eig­in­manni sín­um um klukk­an tvö aðfaranótt 29. des­em­ber. Eft­ir að heim var komið hvarf hún hins veg­ar út í nótt­ina og hef­ur lög­regl­an eng­ar skýr­ing­ar á því. Lög­regl­an seg­ist þess hins veg­ar full­viss að hjón­in hafi skilað sér heim. Ekki er ljóst hvort hún fór að heim­an fót­gang­andi og þá hvort hún var ein á ferð en kalt var í veðri þessa nótt. 

Hins veg­ar hef­ur komið fram að eig­inmaður henn­ar til­kynnti ekki hvarf henn­ar fyrr en 30. des­em­ber, um 30 klukku­stund­um eft­ir að hún hvarf. Það var svo ekki fyrr en enn ein­um sól­ar­hring síðar að lög­regl­an hóf leit að henni þar sem hún taldi málið ekki brýnt.

Við rann­sókn á síma­gögn­um hef­ur komið í ljós að merki frá síma Jemt­land er numið í fjar­skipta­m­astri í miðbæ Brumund­dal um klukk­an 5.50 að morgni föstu­dags­ins 29. des­em­ber. Mastrið er í um 11 kíló­metra fjar­lægð frá heim­ili henn­ar. Lög­regl­an hef­ur ekki gefið upp hvort hringt hafi verið í eða úr síma henn­ar á þess­um tíma­punkti. 

Helstu vís­bend­ing­ar sem fram hafa komið í mál­inu eru hins veg­ar blóðið. Fimmtu­dag­inn 4. janú­ar sá veg­far­andi blóð í veg­kanti skammt frá miðbæ Brumund­dal. Dag­inn eft­ir var staðfest að blóðið væri úr Jemt­land. 

Tveim­ur dög­um síðar fannst svo meira blóð en við ann­an veg í um kíló­metra fjar­lægð frá fyrri fund­arstað. Í ljós kom að það blóð var einnig úr Jemt­land. Staðirn­ir sem blóðið fannst á eru báðir í um 12 kíló­metra fjar­lægð frá heim­ili henn­ar.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...