Dauðsföll nýbura rakin til óþrifnaðar

AFP

Óþrifnaður á gjörgæsludeild einkaspítala í Seúl kostaði fjóra nýbura lífið á aðeins tveimur klukkustundum í síðasta mánuði. Greint var frá málinu í dag af hálfu lögreglunnar í Suður-Kóreu.

Fimm starfsmenn sjúkrahússins, tveir læknar og þrír hjúkrunarfræðingar á Ewha háskólasjúkrahúsinu, verða ákærðir fyrir manndráp vegna vanrækslu.

Atvik sem þessu eru afar fátíð í Suður-Kóreu þar sem fjölmargir útlendingar leita sér lækninga á hátæknisjúkrahúsum. Blóðsýni úr nýburunum, sem allir voru fyrirburar, sýna að þeir voru allir sýktir af sömu bakteríunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert