18 látnir í aurskriðum í Kaliforníu

Björgunarsveitir halda enn áfram leit að þeim sjö sem enn …
Björgunarsveitir halda enn áfram leit að þeim sjö sem enn er saknað eftir aurskriðurnar á þriðjudag. AFP

Tala látinna í aurskriðum í Kaliforníu í vikunni heldur áfram að hækka og greindu yfirvöld í suðurhluta Kaliforníu frá því í dag að tala látinna væri komin upp í 18, eftir að eldri maður fannst látinn á heimili sínu.

Bjögunarsveitir fundu manninn, sem var 87 ára gamall, á heimili sínu, að sögn Bill Brown, lögreglustjóra í Santa Barbara-sýslu.

Leitaraðgerðum er enn haldið áfram, en sjö manns, þar á meðal tveggja ára stúlku, er enn saknað.

Miklar rigningar á þriðjudag, í kjölfar tíu mánaða þurrkatímabils, ollu því að miklar aurskriður féllu úr hæðum Montecito.

Björgunarsveitarmaður og björgunarhundur leita í braki að fórnarlömbum skriðunnar.
Björgunarsveitarmaður og björgunarhundur leita í braki að fórnarlömbum skriðunnar. AFP

Fjöldi fólks slasaðist einnig í skriðunum, auk þess sem 65 hús eyðilögðust og skemmdir urðu á 462 húsum til viðbótar.

Margir íbúanna á svæðinu urðu að yfirgefa heimili sín í desember vegna mikilla skógarelda og féllu skriðurnar um tveimur vikum eftir að fólkið fékk leyfi til að snúa aftur heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert