Flugvél rann fram af kletti í Tyrklandi

Orsakir slyssins eru ekki ljósar.
Orsakir slyssins eru ekki ljósar. AFP

Örvænting greip um sig meðal farþega í flugvél sem fór út af brautinni og fram af kletti sem stendur út í sjó á Trabzon-flugvellinum við Svartahafið í Tyrklandi. BBC greinir frá.

Flugvélin er af gerðinni Boeing 737-800 og tilheyrir flugfélaginu Pegasus Airlines. 168 farþegar voru um borð og var þeim öllum komið örugglega frá borði og engin slys urðu á fólki.

Farþegar hafa greint frá því að fólk hafi öskrað og grátið um borð í vélinni þegar hún varð stjórnlaus. Vélin liggur nú á eins konar moldarbeði og framendinn vísar niður að sjó.

Orsök slyssins eru ekki kunn að svo stöddu en yfirvöld hafa sagt að það verði rannsakað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert