Manning vill á þing

Chelsea Manning býður sig nú fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir …
Chelsea Manning býður sig nú fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir Maryland-ríki. AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Chelsea Manning, sem var fangelsuð fyrir að leka trúnaðargögnum um hernað Bandaríkjamanna í Írak árið 2010 á meðan hún gegndi herþjónustu í bandaríska hernum, hyggst nú bjóða sig fram til öldungadeildar bandaríska þingsins.

Barack Obama náðaði Manning, sem hafði verið dæmd í 35 ára fangelsi, er hann var forseti og var hún látin laus í maí á síðasta ári.

Manning býður sig fram fyrir Demókrataflokkinn í Maryland-ríki, en demókratinn Ben Cardin, sem er öldungadeildarþingmaður Maryland í dag, gefur áfram kost á sér. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað Manning svikara og reyndi raunar líka að banna transfólki, eins og Manning, að þjóna í Bandaríkjaher, en bandarískir alríkisdómstólar hafa úrskurðað bannið ólöglegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert