Samningur Trumps „löðrungur aldarinnar“

Mahmud Abbas, forseti Palestínu, sagði í dag að tilraun Donalds Trumps til að koma á friði milli Palestínumanna og Ísraelsmanna væri „löðrungur aldarinnar“. Hann lét þessi orð falla á fundi leiðtoga Palestínu í dag þar sem fjallað var um hvernig bregðast skyldi við því að Bandaríkin hefðu viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael í byrjun desember síðastliðins. AFP-fréttastofan greinir frá.

Trump lýsti sér sem af­burðasnjöll­um samn­inga­manni í kosn­inga­bar­átt­u sinni fyrir forsetakosningarnar og þegar hann ávarpaði alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna í sept­em­ber sagðist hann vera að vinna að „al­erfiðasta samn­ingn­um“, þ.e. friðarsamn­ingi milli Ísra­ela og Palestínu­manna til að binda enda á 70 ára erj­ur þeirra. Samningnum hef­ur verið lýst sem „samn­ingi ald­ar­inn­ar“.

„Við sögðum nei við Trump, við munum ekki samþykkja áætlanir þínar,“ sagði Abbas jafnframt. Sagði hann samninginn ekki „samning aldarinnar“ heldur „löðrung aldarinnar“ í ljósi þess sem hefur gerst og að hann yrði aldrei samþykktur.

Abbas gefur lítið fyrir samninginn sem Trump vill meina að …
Abbas gefur lítið fyrir samninginn sem Trump vill meina að eigi að vera „samningur aldarinnar“. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert