1.000 ungmenni ákærð í Danmörku

Ungmenninn dreifðu kynferðislegu efni á netinu.
Ungmenninn dreifðu kynferðislegu efni á netinu.

Rúmlega eitt þúsund ungmenni í Danmörku verða ákærð fyrir að hafa dreift á netinu kynferðislegu efni af börnum yngri en fimmtán ára.

Ungmennin eiga yfir höfði sér dóm fyrir dreifingu barnakláms samkvæmt dönskum lögum númer 235, verði þau fundin sek.

„Þetta er mjög stórt og flókið verkefni og það hefur tekið langan tíma að rannsaka það, meðal annars vegna þess hve fjöldinn er mikill. Við höfum tekið málið alvarlegar en áður vegna þess að svona mál hafa stórar afleiðingar fyrir þá sem lenda í þeim þegar svona efni er dreift. Svona lagað þarf að stöðva,“ sagði Lau Thygesen, lögreglumaður hjá lögreglunni á Norður-Sjálandi.

Meirihluti þeirra sem verða ákærðir deildi myndefninu einu sinni til tvisvar sinnum en einhverjir deildu því mörg hundruð sinnum.

Rannsókn málsins hófst þegar Facebook fékk ábendingu um að tveimur myndskeiðum og ljósmynd með kynferðislegu efni hefði verið deilt af ungmennum undir 18 ára í spjallforritinu Messenger. Deilingarnar ná til haustsins 2017.

Danska lögreglan hóf í framhaldinu rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert