Bað hlustendur að ræða nauðganir og fullnægingar

Benjamin Marechal er hættur með þátt sinn.
Benjamin Marechal er hættur með þátt sinn.

Vinsæll belgískur stjórnandi útvarpsþáttar hætti störfum í beinni útsendingu í dag eftir að hafa í síðustu viku vakið gríðarlega hörð viðbrögð er hann velti upp spurningunni hvort konur gætu fengið fullnægingu er þeim væri nauðgað. Bað hann hlustendur um að hringja inn og ræða málið.

Benjamin Marechal var þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni RTBF. Hann var þekktur fyrir að vekja máls á umdeildum málefnum í þætti sínum. Hann sagði upp í störfum eftir að útvarpsstöðinni bárust fjölmargar kvartanir um þáttinn. 

Marechal hafði beðið hlustendur um að hringja inn og ræða fullyrðingu frönsku klámmyndastjörnunnar Brigitte Lahaie um að sumar konur gætu notið þess að vera nauðgað. „Þú getur fengið fullnægingu þegar þér er nauðgað. Ég skal segja ykkur að Brigitte Lahaie sagði það í gær. Hvað mynduð þið segja við hana?“ sagði Marechal í þætti sínum í síðustu viku.

Í kjölfarið rigndi kvörtunum yfir útvarpsstöðina sem baðst síðar afsökunar á uppátæki þáttastjórnandans. 

Í beinni útsendingu í þætti sínum í dag tilkynnti Marechal svo að hann myndi hætta með þáttinn sem hann hefur stjórnað í áratug. Hann mun nú snúa til annarra starfa innan útvarpsstöðvarinnar. Sagðist hann sjálfur hafa ákveðið að hætta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert