„Ég ætlaði bara í vinnuna“

Eiginkona Tims Besecker dreifði fyrst myndbandinu á Facebook. Nú hafa ...
Eiginkona Tims Besecker dreifði fyrst myndbandinu á Facebook. Nú hafa fleiri milljónir manna séð það.

Milljónir hafa skemmt sér yfir að horfa á myndskeið af manni sem gengur jakkafataklæddur í átt að bíl sínum en tekur svo að renna í glerhálku niður innkeyrsluna. „Ég ætlaði bara í vinnuna,“ segir maðurinn.

Tim Besecker er 49 ára gamall sölumaður sem býr í Ashburn í Virginíu. Eftir mikið óveður í Bandaríkjunum, sem endaði á miklum frosthörkum, var Besecker einn þeirra sem ákváðu að hætta sér út úr húsi. En grunlaus um hversu gríðarleg hálka var tók hann að renna stjórnlaust - niður heimreiðina. Hann átti fullt í fangi með að reyna að standa á fótunum og endaði ferðalagið reyndar með því að hann féll við.

Atvikið sást á öryggismyndavél við húsið og var það eiginkona hans sem dreifði fyrst upptökunni af því á Facebook-síðu sinni. „Ég ætlaði bara í vinnuna en það næsta sem gerðist var að ég fór á fleygiferð niður innkeyrsluna,“ segir Besecker um hið spaugilega atvik.

Hann og eiginkonan Kelly áttu von á því að þetta myndi skemmta vinum þeirra og ættingjum. En eins og stundum vill verða þá hófu vinir þeirra að dreifa myndbandinu víðar sem hefur endað með því að milljónir hafa séð það. „Ég átti nú ekki von á því að um 40 milljónir manna myndu horfa á það,“ viðurkennir Besecker. Spurður um hvers vegna hann telji myndbandið hafa fengið svona mikla athygli svarar hann að líklega geti margir sett sig í hans spor. „Fólk tengir við þetta.“

Frétt Washington Post.

 

mbl.is
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
EZ Detect skimpróf fyrir ristilkrabbameini
Eftir hægðir er Ez Detect prófblað sett í salernið. Ef ósýnilegt blóð er til...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Deildarstjóri fjármálasvið
Sérfræðistörf
DEILDARSTJÓRI Á FJÁRMÁLASVIÐI DRÍF...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélstjóri
Sjávarútvegur
Vélstjóri óskast á Dala Rafn VE 508, ...
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...