Þriðji bróðirinn á innan við ári

Rúmlega tvítugur maður lést í skotárás í Malmö í gærkvöldi en hann er þriðji bróðirinn sem verður fyrir skotárás í borginni á innan við ári. Aðeins einn þeirra lifði af, sá elsti, en hann var í skotheldu vesti. Bræðurnir eru á aldrinum 21 til 25 ára.

Maðurinn sem lést í gærkvöldi var 21 árs gamall en hann varð fyrir árásinni þegar hann fór út úr leigubíl við Per Albin Hanssons veg á tíunda tímanum í gærkvöldi. 

Að sögn Fredrik Bratt í lögreglunni á Skáni bárust fjölmargar tilkynningar um skothvelli við Per Albin Hanssons veg í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en hann var með skotáverka á höfði og líkama. Hann var úrskurðaður látinn á neyðarmóttöku en mikil öryggisgæsla var í kringum sjúkrahúsið í gærkvöldi. 

Fjölmörg vitni voru að árásinni og fundust skot úr tveimur ólíkum skotvopnum á staðnum. Lögregla hefur rætt við fjölmarga íbúa í grenndinni en allir bræðurnir þrír hafa komið að starfsemi glæpasamtaka í Malmö.

4. mars í fyrra fannst bróðir hans látinn eftir skotárás við Kronetorpsgatan. Hann var 23 ára gamall. 25 dögum síðar varð elsti bróðirinn fyrir árás við Dansörgatan en lifði af. Hann er 25 ára gamall.

Frétt Aftonbladet

Frétt Sydsvenskan

mbl.is
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...
Heima er bezt tímarit
5. tbl. 2018 - Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift - www.heimaerbezt.net ...