Bandaríkin draga úr neyðaraðstoð innan SÞ

Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) styður við yfir fimm milljónir palestínskra ...
Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) styður við yfir fimm milljónir palestínskra flóttamanna. Nú virðist sem Bandaríkin ætli að draga verulega úr fjárframlögum til stofnunarinnar. AFP

Bandarísk stjórnvöld ætla að halda eftir meira en helmingi þess fjármagns sem ríkið ætlaði upphaflega að láta renna til neyðaraðstoðar fyrir palestínska flóttamenn.

Í frétt BBC kemur fram að heildarfjármagnið er 120 milljónir dollarar. 60 milljónir dollara munu renna til Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar (e. UN Relief and Works Agency), en 65 milljónir dollara, eða sem nemur 6,6 milljörðum íslenskra króna, verður „ráðstafað í nánustu framtíð“.

Um 30% af fjármögnun Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar, sem var sett á fót árið 1949, kemur frá Bandaríkjunum. Árið 2016 lagði Evrópusambandið til næsthæstu upphæðina, sem var samt sem áður helmingi lægri en framlag Bandaríkjanna. Stofnunin veitir yfir fimm milljónum palestínskra flóttamanna ýmsan stuðning og aðstoð. 

Ákvörðunin tengist óneitanlega viðurkenningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, ákvörðun sem hann tók í desember í fyrra.  

Mahmud Abbas, for­seti Palestínu, sagði á fundi leiðtoga Palestínu að til­raun Trumps til að koma á friði milli Palestínu­manna og Ísra­els­manna væri „löðrung­ur ald­ar­inn­ar“. 

Banda­rísk stjórn­völd tilkynntu á annan dag jóla að ríkið muni skerða fjár­fram­lög sín til Sam­einuðu þjóðanna um 285 millj­ón­ir doll­ara. Banda­rík­in leggja til um 22% af ár­leg­um fjár­fram­lög­um Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...