Mannskaði er brú í smíðum hrundi

Umferðarbrú í smíðum í Kólumbíu hrundi með þeim afleiðingum að í það minnsta tíu létu lífið og átta slösuðust. Brúin átti að liggja yfir mikið gljúfur og tengja Bogota og borgina Villavicencio. Brúin var 450 metra löng og á myndum af vettvangi má sjá að hún fór alveg í sundur og hluti hennar hrundi til jarðar. 

Samgöngumálaráðherra Kólumbíu segir að um mikinn harmleik sé að ræða og að rannsakað verði hvers vegna brúin hrundi. 

Brúarsmiðirnir voru við vinnu er brúin hrundi. „Allir byrjuðu að hrópa að brúin væri að hrynja og ég hafði ekki tíma til að aðhafast neitt og svo fékk ég höfuðhögg,“ segir verkamaðurinn Luis Alvarado í samtali við dagblaðið El Tiempo.

Fáir voru að störfum á sjálfri brúnni er hún hrundi þar sem stór hluti starfsmanna var að hlíða á fyrirlestur um öryggismál er slysið átti sér stað.

Brúin átti að vera tilbúin í júlí á þessu ári.

Brúin átti að tengja Bogota við borgina Villavicencio.
Brúin átti að tengja Bogota við borgina Villavicencio. AFP
Aðeins hluti brúarinnar stendur enn.
Aðeins hluti brúarinnar stendur enn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert