Myrtur eftir níu klukkustunda umsátur

Oscar Pérez.
Oscar Pérez. AFP

Þyrluflugmaður og fyrrverandi lögreglumaður var myrtur eftir níu klukkustunda langt umsátur í nágrenni höfuðborgar Venesúela í gær.

Ríkisstjórn Venesúela greinir frá þessu. Stjórnvöld greindu frá því að flugmaðurinn, Oscar Pérez, væri hryðjuverkamaður en hann henti handsprengjum í átt að húsi í eigu stjórnvalda í sumar úr þyrlu sem hann stal.

Síðan þá hefur Pérez verið á flótta. Pérez birti myndskeið á samfélagsmiðlum í umsátrinu þar sem hann sagðist hafa boðist til að gefa sig fram. Stjórnvöld hefðu ekki tekið það í mál, heldur vildu þau bara myrða hann.

Pér­ez setti inn mynd­band á In­sta­gram eftir árásina í sumar. Þar játaði hann sök og bað íbúa Venesúela að rísa upp gegn rík­is­stjórn Nicolás Maduros for­seta.

Rík­is­stjórn­in sagði að þyrl­an hafi skotið 15 skot­um á viðburð á veg­um inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins. Síðan flaug hún yfir dóms­húsið og varpaði fjór­um sprengj­um. Þyrl­an var merkt rann­sókn­ar­lög­regl­unni CICPC sem Oscar Pér­ez hafði unnið fyr­ir í 15 ár. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert