Snjókoma og kuldi í Skandinavíu

Það er víða kalt í veðri í Skandinavíu.
Það er víða kalt í veðri í Skandinavíu. AFP

Mjög slæmt veður er í Noregi og hafa orðið miklar tafir á umferð víða um land og aflýsa hefur þurft flugferðum. Í Svíþjóð er varað við mikilli snjókomu og hvassviðri í dag.

Aftenposten greinir frá miklum umferðartöfum í Ósló í morgunumferðinni vegna veðurs en þar hefur snjóað mikið. Miklar seinkanir eru á lestarferðum og biður lögregla fólk um að gera ráð fyrir því að það taki lengri tíma en venjulega að komast til vinnu í dag.

Veðurspáin gerir einnig ráð fyrir köldu veðri í Danmörku þessa viku en þar er spáð allt að tíu stiga frosti og snjókomu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert