Trump er hraustur og verður það áfram

Gert er ráð fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði við góða heilsu það sem eftir er af forsetatíð hans. Læknir sem skoðaði forsetann ítarlega fyrir helgi segir að hann sé mjög ern.

„Öll gögn sýna fram á að forsetinn er við hestaheilsu og verður það áfram,“ sagði herlæknirinn Ronny Jackson.

Læknirinn sagði að skoðunin hefði gengið afskaplega vel en hún tók þrjár klukkustundir. Hann sagði að hinn 71 árs gamli Trump væri mjög heilsuhraustur.

Læknirinn framkvæmdi einnig vitsmunapróf sem Trump stóðst „með miklum ágætum“, eins og kom fram hjá Jackson. 

Engin geðrann­sókn hafi verið fram­kvæmd en í ný­út­kom­inn bók Michael Wolff um fyrsta ár for­set­ans, Fire and Fury: Insi­de the Trump White Hou­se, eru gerðar at­huga­semd­ir við geðheilsu for­set­ans. Þar kem­ur m.a. fram að ráðgjaf­ar Trumps líti á hann sem barn sem þurfi stöðugt að gleðja. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert