Lentu tvisvar í árekstri sama daginn

Lögreglan var kölluð til er mennirnir höfðu ekið á hvor ...
Lögreglan var kölluð til er mennirnir höfðu ekið á hvor annan. AFP

Lögreglan í Dresden í Þýskalandi segir að tveir menn hafi lent í árekstri tvisvar sinnum sama daginn.

Á þriðjudag ætlaði annar þeirra að leggja í bílastæði en áttaði sig svo á því að um stæði fyrir fatlaða væri að ræða. Hann bakkaði því úr stæðinu en ekki vildi betur til en svo að hann ók á gangandi vegfaranda. Sá sem fyrir bílnum varð meiddist lítið.

Mennirnir tveir skiptust á upplýsingum til að gera skýrslu um óhappið. Sá sem ekið var á settist að því loknu upp í sinn bíl og bakkaði út úr stæðinu. En þá ók hann á manninn sem hafði skömmu áður ekið á hann. Eins og í fyrra skiptið slasaðist sá sem ekið var á aðeins minniháttar. 

Á þeim tímapunkti ákváðu mennirnir að tímabært væri að kalla til lögregluna. 

AP-fréttastofan greinir frá. 

mbl.is
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Pússum silfrið þitt fyrir jól.
Kíkið við í Ernu Skipholti og láttu okkur sjá um að fægja silfrið. Áratuga reyns...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......