„Þetta er endirinn á erfiðum kafla“

Chrissy Chambers er vinsæl á Youtube.
Chrissy Chambers er vinsæl á Youtube. Mynd/Youtube

Bandaríska Youtube-stjarnan Chrissy Chambers vann einkamál sem hún höfðaði gegn fyrrverandi kærasta sínum. Hann hafði lekið hefndarklámi af henni á netið.

Chambers fagnaði niðurstöðunni með því að biðja kærustu sinnar, Bria Kam. Sú síðarnefnda sagði já og bætti við að Chambers væri „hugrakkasta og besta manneskja sem hún hefði hitt“.

Ekki verður greint frá nafni mannsins né upphæðinni sem hann þarf að greiða Chambers. Lögfræðingar segja að upphæðin sé talsverð. „Þetta er endirinn á erfiðum kafla í lífi okkar,“ sagði Chambers við Kam eftir að sigurinn var í höfn. 

Hún sagði á sínum tíma að mynd­bönd­in hefðu verið tek­in upp af henni þegar hún var und­ir áhrif­um áfeng­is. „Þegar ég sá mynd­bönd­in fyrst, var eins og öll virðing mín fyki út um glugg­ann. Það var eins og ég hafi verið sleg­in í mag­ann og ég missti and­ann. Ein­hverj­ir aðdá­end­ur sendu mér skila­boð og sögðust ekki leng­ur geta horft á Youtu­be-mynd­bönd­in mín,“ seg­ir Cham­bers.

Áður en Chambers kom út úr skápnum átti hún í níu mánaða sambandi við breskan mann, þegar hún var 18 ára gömul. Hún greindi frá því fyrir dómstólum að undir lokin á sambandinu hafi hann tekið upp kynlíf þeirra, án vitneskju eða samþykkis hennar.

Tveimur árum síðar kom maðurinn myndskeiðunum á klámsíðu en síðan hefur þeim verið deilt á meira en 35 slíkar síður.

Hefndarklám var gert ólöglegt í Bretlandi í apríl 2015 en mynd­bönd­in voru sett á netið fjórum árum fyrr. Chambers þurfti því að reiða sig á önnur lög í baráttunni og höfðaði af þeim sökum einkamál vegna tekjumissis og smánunar. 

Frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert