Fjöldi óléttra unglinga vekur óhug

Frá Tyrklandi.
Frá Tyrklandi. AFP

Fréttir af fjölda óléttra unglingsstúlkna í Tyrklandi hafa valdið mikilli reiði í Tyrklandi. 115 stúlkur hafa leitað á sama sjúkrahúsið í Istanbúl af þeim sökuð síðastliðna fimm mánuði.

Greint hefur verið frá því að 38 stelpur hafi orðið óléttar áður en þær urðu 15 ára og 77 áður en þær urðu 18 ára. 

Það er löglegt að stunda kynlíf með einsklingum sem eru 18 ára og eldri í Tyrklandi. Öll mál þar sem stúlkur verða óléttar yngri en 15 ára eru flokkuð sem barnamisnotkun.

Fjölmargir Tyrkir hafa tjáð sig um fjölda óléttra unglinga á samfélagsmiðlum undir myllumerki sem hægt er að þýða sem „þið getið ekki hylmt yfir misnotkun 115 barna.“ Flestir eru sorgmæddir yfir því hversu margar ungar stúlkur eru fórnarlömb misnotkunar.

„Getum við ekki bara búið í heimi þar sem börn fá að vera börn,“ sagði einn.

Umfjöllun BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert