Þriðja málið gegn Spacey rannsakað

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Breska lögreglan er að rannsaka ásakanir á hendur bandaríska leikaranum Kevin Spacey um að hann hafi beitt mann kynferðislegu ofbeldi í miðborg London árið 2005. Þetta er þriðja málið sem lögreglan í Bretlandi rannsakar Spacey vegna ásakana um að hann hafi beitt aðra karla kynferðislegu ofbeldi þegar hann starfaði við Old Vic leikhúsið um 13 ára skeið.

Hin fórnarlömbin tvö segja að Spacey hafi beitt þá kynferðislegu ofbeldi árið 2005 og 2008. Mennirnir stigu fram í kjölfar ásakana á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. En hann er sakaður um fjölmörg kynferðisbrot. 

Spacey hefur verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð 20 ungra manna síðan þá og eiga brotin að hafa átt sér stað á tímabilinu 1995-2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert