Flóttafólk dó úr kulda

Fólkið var að reyna að flýja Sýrland.
Fólkið var að reyna að flýja Sýrland. AFP

Tíu Sýrlendingar létust þar sem þeir reyndu að flýja frá heimalandi sínu til Líbanon. Fólkið lenti í miklu vetrarverði og varð úti, samkvæmt því sem kemur fram hjá líbanska hernum.

„Þau dóu úr kulda. Þetta voru tvö börn, sex konur og tveir karlar,“ sagði Abou Moussa yfirmaður í hernum. 

Í yfirlýsingu sem herinn sendi frá sér vegna málsins kemur fram að þangað hafi borist ábending snemma í morgun þess efnis að fólkið væri í vanda statt. Það hefði lent í vonskuveðri í fjalllendi þar sem það reyndi að komast frá Sýrlandi.

„Starfsmaður í hernum fann lík níu flóttamanna. Hann bjargaði sex öðrum en einn þeirra dó á spítala,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu hersins.

Auk þess kom fram að tveir Sýrlendingar hefðu verið handteknir en þeir voru staðnir að því að reyna að smygla flóttamönnunum yfir til Líbanon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert