Forsætisráðherra á von á barni

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á barni í júní.

Ardern varð yngsti forsætisráðherra landsins frá árinu 1856 þegar hún myndaði samsteypustjórn frá miðju til vinstri í október. Ardern er 37 ára gömul og er þetta fyrsta barn hennar og manns hennar, Clarke Gayford.

Fjölmargir hafa óskað henni til hamingju á netinu eftir að hún tilkynnti um þungunina á Instagram. Flokkur Ardern, Verkamannaflokkurinn, er annar stærsti flokkurinn á þingi í Nýja-Sjálandi en enginn flokkur fékk meirihluta atkvæða.

Frétt BBC

 

Jacinda Ardern og Clarke Gayford greindu frá því í morgun …
Jacinda Ardern og Clarke Gayford greindu frá því í morgun að þau ættu von á barni í júní. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert