Rannsaka áreitni gegn nýbökuðum mæðrum

Frá Nairobi, höfuðborg Kenía.
Frá Nairobi, höfuðborg Kenía. AFP

Heilbrigðisráðuneyti Kenía hefur fyrirskipað rannsókn vegna ásakana um að nýbakaðar mæður hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni á sjúkrahúsi í höfuðborg landsins, Nairobi.

Greint var frá því á samfélagsmiðlum að karlkyns starfsmenn á sjúkrahúsinu réðust að konunum þegar þær færu að gefa börnum sínum.

Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu kemur fram að ásakanirnar séu ekki sannar og því er neitað að þessar árásir hafi átt sér stað. 

Fyrst var greint frá meintum árásum á Facbebook-síðu sem kallast „Buyer Beware“. Þar voru aðrir sem höfðu lent í svipuðum atvikum hvattir til að segja sína sögu.

Einn notandi sagði frá því að hann þekkti konu sem hefði fætt tvíbura. Ráðist var að henni þegar hún var á leið til þeirra en hún hræddi árásarmennina burt með því að öskra.

Sjúkrahúsið viðurkenndi að nýbakaðar mæður þyrftu að fara á milli hæða til að gefa börnum sínum. Samkvæmt sjúkrahúsinu hafði ekki verið tilkynnt um nauðgun eða tilraun til nauðgunar.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert