Leikarnir vonandi upphaf betri tíma

Norður-Kórea mun senda 22 íþróttamenn til keppni á vetr­arólymp­íu­leik­un­um sem hefjast í Pyeongchang í Suður-Kór­eu 9. fe­brú­ar. Áður hafði verið greint frá því að Kóreuríkin senda sameiginlegt lið til leiks í íshokkíi kvenna.

Fundur var haldinn í Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudag þar sem þátttaka Norður-Kóreu var rædd. Thomas Bach, forseti nefndarinnar, tilkynnti að löndin myndu ganga saman inn á völlinn á opnunarhátíð leikanna.

Bach sagði þetta mikilvægan atburð í löngu ferli og tilkynnti að auk þátttökunnar í íshokkíi myndi Norður-Kórea senda íþróttamenn til leiks á skautum og skíðum.

„Hinn sanni ólympíuandi snýst um virðingu og skilning,“ sagði Bach. „Ólympíuleikarnir í Pyeongchang eru vonandi upphafið að bjartari framtíð á Kóreuskaganum.“

Ráðamenn frá Kóreuríkjunum og Thomas Bach í stóru handabandi.
Ráðamenn frá Kóreuríkjunum og Thomas Bach í stóru handabandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert