Notaði skattfé til að þagga niður mál

Patrick Meehan.
Patrick Meehan. Ljósmynd/Twitter

Þingmaður repúblikana, Patrick Meehan, sem hefur verið í aðalhlutverki í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni á þingi, notaði mörg þúsund dollara af skattfé til að semja um kvörtun gegn honum. Fyrrverandi aðstoðarkona Meehan sakaði hann um óviðeigandi kynferðislegar umleitanir í sinn garð.

Meehan er 62 ára kvæntur þriggja barna faðir. Samkvæmt frétt New York Times hafði Meehan mikinn áhuga á einkalífi aðstoðarkonunnar, sem var nokkrum áratugum yngri en þingmaðurinn og leit á hann sem föðurímynd.

Eftir að konan hóf samband við mann sem tengdist ekki skrifstofu Meehan fór hann að sýna henni mikinn áhuga. Hann reyndi við hana og skrifaði henni bréf og varð fjandsamlegur í hennar garð þegar hún svaraði ekki í sömu mynt, samkvæmt fólki sem vann á skrifstofu þingmannsins á þeim tíma.

Upp frá því voru vinnuaðstæður óbærilegar á skrifstofu Meehan fyrir aðstoðarkonuna og hún kvartaði yfir framkomu hans. Hún fór að vinna heiman frá og á endanum sagði hún upp. Síðar samdi hún við skrifstofu Meehan þar sem hún fékk ótilgreinda upphæð greidda. Heimildamenn bandarískra fjölmiðla segja að upphæðin hlaupi á þúsundum dollara.

Þingmaðurinn hefur ekki svarað fyrirspurnum New York Times vegna málsins. Þegar blaðamaður greip Meehan fyrir utan skrifstofu hans á föstudagskvöld var hann spurður hvort hann sæi eftir því hvernig hann hefði farið með aðstoðarkonuna. „Takk fyrir að vera hér í kvöld,“ sagði Meehan þá áður en hann gekk inn á skrifstofu sína.

Nánari umfjöllun New York Times um málið.

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur
Til sölu mikið magn allskyns bóka, uppl í síma 8920213...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...