Mannskæð átök í Helsingborg

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Einn lést og annar var fluttur á sjúkrahús eftir slagsmál á götu úti í Helsingborg í gærkvöldi. Mennirnir eru á aldrinum 19 og 24 ára að sögn sænsku lögreglunnar.

Í frétt sænska ríkisútvarpsins kemur fram að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang á tólfta tímanum í gærkvöldi en margir höfðu haft samband við neyðarlínu og tilkynnt um átök á Bredgaten. 

Klukkan hálfþrjú í nótt greindi lögreglan frá því að einn hafi látist á staðnum en ástand hins sé stöðugt.

Þriðji maðurinn var fluttur á sjúkrahús en hann var með minni háttar áverka að sögn lögreglu. Kvartað hafði verið undan hávaða við götuna fyrr um kvöldið en ekki er vitað hvað varð til þess að átökin brutust út.

Frétt SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert