Forsetinn kvartar yfir Assange

Frans páfi ásamt foresta Ekvador, Lenin Moreno.
Frans páfi ásamt foresta Ekvador, Lenin Moreno. AFP

Forseti Ekvador, Lenin Moreno, segir að stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, hafi valdið miklum erfiðleikum og verið ríkisstjórn landsins óþægur ljár í þúfu.

„Við vonumst eftir jákvæðri niðurstöðu um málið,“ sagði Moreno í sjónvarpsviðtali í gær. Fyrr í mánuðinum tilkynntu yfirvöld í Ekvador að þau hefðu veitt Assange ríkisborgararétt eftir að ekki gekk að veita honum friðhelgi diplómata þannig að hann ætti ekki á hættu að vera handtekinn færi hann út úr sendiráði landsins í London.

Moreno segir að Ekvador reyni áfram að ná samkomulagi varðandi mikilvægt fólk án þess að tilgreina hvaða fólk það væri.

Assange leitaði hælis í sendiráðinu árið 2012 til þess að koma í veg fyrir að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er til rannsóknar vegna kynferðislegs ofbeldis. Assange neitar sök og hefur haldið til í sendiráðinu síðan þá.

Sænsk yfirvöld hættu síðar rannsókn á málunum en Assange á yfir höfði sér handtöku af hálfu breskra yfirvalda fyrir að hafa flúið réttvísina í Svíþjóðarmálinu. Hann óttast að bresk yfirvöld heimili framsal hans til Bandaríkjanna en þar er hann eftirlýstur fyrir birtingu WikiLeaks á leynigögnum árið 2010. 

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Downtown Reykjavik. S. 6947881, Alina...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...