Leituðu að útlendingum

Óttast er að árásarmennirnir sem réðust inn á hótelið í Kabúl á laugardagskvöldið hafi haft vitorðsmenn inni á hótelinu. Tala látinna hefur hækkað og er nú vitað að 22 létust í árásinni. 

Stjórnvöld í Afganistan segja að rannsókn standi enn yfir en eitt af því sem er rannsakað er hvernig þeim tókst að komast inn á hótelið þrátt fyrir mikla öryggisgæslu þar. Hótelið er mjög vinsælt meðal útlendinga og átti að halda upplýsingatækniráðstefnu þar í gær. Tólf tíma umsátri um hótelið lauk með því að árásarmennirnir fjórir voru drepnir af sérsveitarmönnum. Talibanar hafa lýst ábyrgð á árásinni. Öryggismál hótelsins hafa verið í höndum einkafyrirtækis í þrjár vikur. 

Gestir á Intercontinental-hótelinu földu sig á bak við súlur og inni á herbergjum sínum en árásarmennirnir létu kúlnahríð rigna yfir allt og alla. Eldur kviknaði í hluta hótelsins sem er á sex hæðum og reyndu gestir að forða sér með því að stökkva fram af svölum eða nota rúmfatnað til að síga niður af svölum herbergjanna.

Afganskir sérsveitarmenn ásamt norskum hermönnum tóku þátt í umsátrinu um hótelið. Að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins, Waheed Majroh, er verið að bera kennsl á þau en einhver þeirra eru svo illa brunnin að það verður að styðjast við lífsýnarannsókn.

Sex Úkraínumenn voru meðal þeirra sem létust í árásinni. Í gær var talið að 18 hefðu látist í árásinni, þar af 14 útlendingar. AFP-fréttastofan segir að algengt sé að afgönsk yfirvöld reyni að draga úr fjölda þeirra sem látast í árásum sem vekja mikla athygli alþjóðasamfélagsins. 

Starfsmaður á hótelinu segir að hann hafi séð tvo vopnaða menn, klædda tískufatnaði, á veitingastað á hótelinu skömmu áður en árásin hófst. 

„Þetta var um 20.30... Þeir sátu úti í horni og hófu strax að skjóta látlaust,“ segir starfmaðurinn, sem er tvítugur, þegar fréttamaður AFP ræddi við hann á sjúkrahúsinu. Hann segir að hann hafi hlaupið upp á fimmtu hæð hótelsins og falið sig þar inni í herbergi.

Árásarmennirnir gengu á milli herbergja og skutu alla sem fyrir þeim urðu. „Þeir voru að leita að útlendingum,“ segir hótelstarfsmaðurinn.

AFP
AFP
mbl.is
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Línuskautar
Til sölu velmeðfarnir línuskautar. Tegund: HYPNO - PATHMAKER - THUNDER Stærð: ...