Puigdemont kominn til Kaupmannahafnar

Puigdemont var umkringdur fréttamönnum á flugvellinum í Kaupmannahöfn í morgun.
Puigdemont var umkringdur fréttamönnum á flugvellinum í Kaupmannahöfn í morgun. AFP

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, kom til Kaupmannahafnar í morgun og ögrar þar með stjórnvöldum á Spáni sem hafa hótað að gefa út handtökuskipun á hendur honum yfirgefi hann Belgíu, þar sem hann hefur verið útlegð síðan í október. Hann flúði þangað eftir að hafa rekinn úr stóli forseta heimstjórnarinnar eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði Katalóníu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.

Saksóknari á Spáni lýsti því yfir í gær að farið yrði fram á það við dönsk yfirvöld að Puigdemont yrði framseldur kæmi hann til Danmerkur.

Danskur fréttamaður hjá sjónvarpsstöðinni TV2 birti mynd af Puigdemont á vefsíðu stöðvarinnar í morgun, en þar sást forsetinn fyrrverandi umkringdur fréttamönnum á flugvellinum skömmu eftir að vél hans lenti. Puigdemont er kominn til Kaupmannahafnar til að taka þátt í málfundi um Katalóníu sem fer fram í Kaupmannahafnarháskóla síðar í dag.

Hann á yfir höfði sér hand­töku og mögu­lega ára­tuga lang­an fang­els­is­dóm, snúi hann aft­ur til Spán­ar.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...