22 ára Svíi dæmdur fyrir 3 morð

AFP

22 ára gamall Svíi var í héraðsdómi í Stokkhólmi í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þrjú morð fyrir ári. Vitorðsmenn hans fengu þunga dóma, 10 ára, 12 ára og 14 ára fangelsi, en sá fimmti fékk þriggja ára dóm og er gert að afplána í unglingafangelsi. Alls voru átta ákærðir í málinu en þrír voru sýknaðir.

Lögmaður mannsins sem fékk þyngsta dóminn á von á því að dómnum verði áfrýjað. Ungu mennirnir sem voru dæmdir eru á aldrinum 16-22 ára.

Mennirnir voru dæmdir fyrir morð á hjónum um fertugt í Hallonbergen og 25 ára gömlum manni.

22. janúar í fyrra var 25 ára gamall maður skotinn í bílskúr í Hallonbergen og hlaut hann lífshættulega áverka. Félagi hans keyrði hann á sjúkrahús en áður þeir komust á Karolinska-sjúkrahúsið var þeim veitt eftirför og bifreiðin þvinguð út af veginum. Þar hófst skothríðin að nýju og lést særði maðurinn af áverkunum. 

Saksóknara tókst ekki að færa fullnægjandi sannanir fyrir því hver skaut manninn til bana en dómurinn taldi að mennirnir þrír sem voru í bílskúrnum bæru ábyrgð á dauða mannsins. Að teknu tilliti til ungs aldurs þeirra fengu tveir þeirra 10 og 12 ára fangelsisdóm og sá þriðji var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á manninum sem og hjónunum. 

Einn þeirra sem var vitni að skotárásinni í bílskúrnum er maðurinn sem var síðan myrtur sex vikum síðar ásamt eiginkonu sinni. Nokkrir menn réðust inn á heimili hans og eiginkonu og myrtu konuna inni í íbúðinni en maðurinn var stunginn til bana fyrir utan heimili sitt eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi. 

 Maðurinn sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi játaði að hafa stungið hjónin en sagði að hann hafi ekki ætlað að drepa þau. Hann var sá eini sem var dæmdur fyrir öll morðin þrjú en félagar hans sem tóku þátt í morðinu á hjónunum fengu 14 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing sem leyfileg er yfir tvítugum einstaklingi í Svíþjóð, og sá þriðji fékk þriggja ára dóm þar sem hann var aðeins sextán ára gamall. Honum er því gert að afplána dóminn í unglingafangelsi. 

Frétt Dagens Nyheter

Frétt SVT

mbl.is
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...