„Auðmjúkur þjónn fólksins“

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, og kona hans Cilia Flores taka …
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, og kona hans Cilia Flores taka vel á móti stuðningsmönnum sínum. AFP

Nicolas Maduro, forseti Venesúela, segist vera tilbúinn að bjóða sig fram í annað sinn ef hann verði tilnefndur sem forsetaframbjóðandi flokksins síns, Sósíalistaflokksins, fyrir komandi forsetakosningar í landinu. 

„Ég er auðmjúkur og vinnusamur þjónn fólksins. Ef Sósíalistaflokkur Venesúela telur mig  forsetaefni flokksins...þá er ég til þjónustu reiðubúinn,“ sagði Maduro við blaðamenn áður en hann hélt ræðu í borginni Caracas í Venesúela. 

Maduro hefur ekki enn verið formlega tilnefndur af flokknum. Hann ræddi við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að þingið samþykkti að flýta forsetakosningunum fram á fyrsta þriðjungi þessa árs. Forsetakosningarnar hefðu annars átt að vera í lok ársins. 

Maduro greindi frá því í lok síðasta árs að helstu stjórn­ar­and­stöðuflokk­ar lands­ins fengju ekki að taka þátt í for­seta­kosn­ing­um á þessu ári. 

Mót­mæli, of­beldi á göt­um úti og veru­leg­ur mat­ar­skort­ur rík­ir í land­inu en stjórn­ar­hátt­um for­set­ans hef­ur verið harðlega mót­mælt síðustu miss­eri.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert