Flóðbylgjuviðvörun vegna skjálfta

Svæðið þar sem skjálftinn reið yfir.
Svæðið þar sem skjálftinn reið yfir.

Gefin hefur verið út flóðbylgjuviðvörun eftir að jarðskjálfti upp á 7,9 stig reið yfir suðurströnd Alaska. Áður var talið að skjálftinn hefði verið 8,2 stig. Íbúar við ströndina eru að fara sig upp í land en viðvörunarkerfi almannavarna var ræst og glumdu flautur almannavarna í bæjum þar, segir frétt Anchorage Daily News.

Fréttin hefur verið uppfærð

Fyrstu upplýsingar frá jarðskjálftamiðstöð Banda­ríkj­anna (USGS) voru um að skjálftinn hefði verið 8,2 stig en skjálftinn reið yfir klukkan 9:31 að íslenskum tíma samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftamiðstöð Banda­ríkj­anna (USGS). BBC segir að skjálftinn hafi verið 8 stig en AFP fréttastofan talar um 8,2 stig.

Jarðskjálftinn, sem var á 10 km dýpi, átti upptök sín um 300 km suðaustur af Kodiak. 

Viðvörunarkerfi almannavarna í Kodiak og  Homer var ræst tæpum hálftíma eftir að skjálftinn reið yfir en íbúar í Anchorage og suðurhluta Alaska fundu vel fyrir skjálftanum en klukkan var 00:31 þegar skjálftinn reið yfir. Íbúar Homer eru 5.500 talsins og bað lögregla íbúa næst ströndinni að forða sér. Ekki er búist við að flóðbylgja nái til Kodak fyrr en rúmum tveimur tímum eftir skjálftann.

Að sögn íbúa í bænum er mörgum brugðið og fólk fór fljótt að færa sig í ofar upp í land. Hundruð íbúa eru komnir í menntaskólann í Kodiak en þar hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð. Fólk sé alveg rólegt þar enda margoft búið að vara við og undirbúa að eitthvað þessu líkt gæti gerst.

Flóðbylgjumiðstöð Bandaríkjanna, National Tsunami Warning Center, varar við hættu á flóðbylgjum á strandlengju Bresku Kólumbíu og Alaska. Fólk er beðið að koma sér hærra upp í land á þeim svæðum sem um ræðir.

Heather Rand, sem var í 360 mílna fjarlægð frá upptökum skjálftans eða í Anchorage, segir í samtali við CNN að hún hafi aldrei áður upplifað svo langvarandi jarðskjálfta á ævinni. Hún segir að þetta hafi verið afar óhugnanlegt.

Jafnframt hefur verið gefin út vægari flóðbylgjuviðvörun fyrir alla strandlengju Kalforníu og Oregon auk hluta Washington-ríkis.

 Yfirvöld í Alaska hvetja þá sem eru við ströndina að koma sér í skjól. Samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum er fólk beðið um að koma sér strax hærra upp í landi. Þegar flóðbylgjuviðvaranir eru gefnar út er taldar líkur á miklum öldum og ekki sé víst að fyrstu öldur séu þær stærstu.

Jarðskjálftinn mældist 8,2 stig.
Jarðskjálftinn mældist 8,2 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert