Baðst afsökunar á misnotkun

Larry Nassar í réttarsalnum.
Larry Nassar í réttarsalnum. AFP

Fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar, hefur beðist afsökunar á því að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega. 

„Tilfinningarnar sem ég er að ganga í gegnum fölna samanborið við sársaukann, áfallið og tilfinningalegu eyðilegginguna sem þið hafið allar gengið í gegnum,“ sagði Nassar í réttarsal í Michigan en dæmt verður í máli hans síðar í dag.

„Engin orð geta lýst því hversu sorg mín er djúpstæða yfir því sem gerðist.“

mbl.is