Bandaríkin fordæma árásina á hótelið

22 létust í árásinni 20. janúar á lúxushótel í Kabúl.
22 létust í árásinni 20. janúar á lúxushótel í Kabúl. AFP

Fjórir bandarískir ríkisborgarar fórust og tveir særðust í árás sem var gerð á lúxushótel í Kabúl, höfuðborg Afganistans, um síðustu helgi. Flestir sem létust voru erlendir ríkisborgarar, þeirra á meðal frá Venesúela, Úkraínu, Þýskalandi og Kasakstan. 

„Bandaríkin fordæma harðlega árásina hinn 20. janúar á alþjóðlega hótelinu í Kabúl,“ sagði talsmaðurinn Heather Nauert.

„Við vottum fjölskyldum og vinum þeirra sem létust okkar dýpstu samúð og óskum þeim sem særðust góðs bata,“ sagði Nauert jafnframt.

Í yfirlýsingu sem bandarísk stjórnvöld höfðu sent frá sér áður kom fram að enginn hinna látnu hefði verið hermaður, samningsaðili eða opinber starfsmaður frá Bandaríkjunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...