Sniðganga friðarráðstefnu í Sochi

Æðsti maður HNC-nefndarinnar, Nasr al-Hariri, á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum …
Æðsti maður HNC-nefndarinnar, Nasr al-Hariri, á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf í fyrra. AFP

Uppreisnarmenn í Sýrlandi ætla að sniðganga friðarráðstefnu sem verður haldin í Sochi í Rússlandi í næstu viku.

Rússar höfðu boðið fulltrúum þeirra á ráðstefnuna.

„HNC tilkynnir að hún ætli að sniðganga ráðstefnuna í Sochi sem Rússar halda,“ sagði í tísti á arabísku.

HNC-nefndin hefur séð um samningaviðræður fyrir hönd uppreisnarmanna í Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert