Kveiktu í Trump-brúðu

Palestínumenn hengdu upp brúður með ljósmyndum af Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna og kveiktu í þeim í flóttamannabúðum í Betlehem á Vesturbakkanum í dag.

„Skilaboð Palestínumanna til heimsins í dag eru þau að við munum ekki gera neinar málamiðlanir varðandi réttindi okkar og við munum aldrei samþykkja hinn svokallaða „samning aldarinnar“ sem hefur það að markmiði að binda enda á málstað Palestínumanna,“ sagði einn Palestínumaður í samtali við AFP.

Annar sagði athæfið vera eðlileg viðbrögð við landtöku Ísraela og yfirráðum og hroka Bandaríkjamanna.

Trump-brúðan hlaut slæma meðferð á Vesturbakkanum í dag.
Trump-brúðan hlaut slæma meðferð á Vesturbakkanum í dag. AFP
Skömmu áður en brúðan var hengd upp.
Skömmu áður en brúðan var hengd upp. AFP
Brúðurnar tvær komnar í gálgann.
Brúðurnar tvær komnar í gálgann. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert