Danir setja milljarða í hermál vegna Rússa

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að Rússaógnin sé raunveruleg ...
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að Rússaógnin sé raunveruleg og að Danir verði að bregðast við henni. AFP

Danska þingið samþykkti í dag að verja 12,8 milljörðum danskra króna (um 216 milljörðum króna) aukalega til hermála næstu sex árin. Dönsk stjórnvöld segja að þjóðinni stafi einni helst ógn af Rússum. 

Þetta kemur fram á vef Reuters.

Frumvarpið var lagt fram í október í fyrra. Samkvæmt því mun Danmörk, sem á aðild að NATO, setja á fót 4.000 manna herlið sem mun beina sjónum sínum sérstaklega að Eystrasaltinu. 

Þá segir, að fyrir árslok 2023 eigi útgjöld til hermála að vera 20% hærri en nú. Þingið var þega búið að samþykkti að verja 22 milljörðum danskra króna (um 370 milljörðum kr.) til hermála á þessu ári. 

„Rússaógnin er raunveruleg og að færast í aukana, og við verðum því að sýna staðfestu í því að verjast - og við erum staðföst,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. 

Árið 2016 fluttu Rússar eldflaugar af gerðinni Iskander-M til Kalíngrad við Eystrasaltið, sem er vestasti hluti Rússlands, en flaugarnar geta flutt kjarnaodda. Rússar komu einnig upp S-400 eldflaugavarnakerfi á sama stað. 

Í apríl árið 2016 greindu Danir frá því að Rússar hefðu brotist inn í tölvukverfið hjá varnarmálastofnunum landsins og komist yfir netföng starfamanna árin 2015 og 2016.

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri sími 659 5648...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...