Fundu sjö á lífi

Brot úr myndskeiði sem flugherinn í Nýja-Sjálandi hefur birt af …
Brot úr myndskeiði sem flugherinn í Nýja-Sjálandi hefur birt af fólkinu sem fannst á lífi. AFP

Sjö hafa fundist á lífi um borð í björgunarbáti í Kyrrahafi en fólkið var hluti af fimmtíu farþegum sem voru um borð í ferjunni MV, Butiraoi. Ferjan hvarf fyrir viku er hún var að sigla við Kiribati-eyjaklasann.

Nýsjálenski flugherinn greindi frá því að sjömenningarnir hefðu fundist um borð í fimm metra löngum bát sem rak í hafinu þegar vél á vegum hersins flaug yfir svæðið í morgun. Flugmennirnir létu vistir og fjarskiptabúnað falla úr vélinni til fólksins. Fram kemur á vef BBC að 43 sé ennþá saknað. 

Björgunarlið frá Nýja-Sjálandi og Fiji-eyjum eru á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni. 

Búið er að gera fiskiskipi viðvart sem er á svæðinu og það beðið um að sigla í áttina að bátnum. Þá er unnið að því að komast í samband við fólkið. 

Fólkið var himinlifandi að sjá flugherinn. Nú er beðið eftir …
Fólkið var himinlifandi að sjá flugherinn. Nú er beðið eftir að fiskiskip í nágrenninu nái til þeirra. AFP

Talið er að tveir björgunarbátar hafi verið um borð í ferjunni. „Fólkið virtist himinlifandi með að hafa fundist,“ segir John Ashby, talsmaður nýsjálensku björgunarsveitarinnar. Hann bætti við að aðstæður í hafinu væru þokkalegar. 

Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar upp um örlög ferjunnar eða aðra farþega sem voru um borð.

Ferjan lagði úr höfn frá eyjunni Nonouti 18. janúar og til stóð að sigla til Betio-eyjar, Fjarlægðin á milli eyjanna er á bilinu 250 km og teku siglingin um það bil tvo sólarhringa. 

Fram kemur á vef BBC, að ferjan hafi nýverið gengist undir viðgerð á skrúfublaði skipsins. 

Þegar ekkert hafði spurst til skipsins í viku buðu yfirvöld í Nýja-Sjálandi fram aðstoð sína. 

Kiribati-eyjar eru í miðju Kyrrahafi.
Kiribati-eyjar eru í miðju Kyrrahafi. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert