Hinrik prins á sjúkrahúsi

Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins.
Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins. Ljósmynd/Wikipedia

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, var lagður inn á sjúkrahús í gær, samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni.

Hinrik, sem er 83 ára að aldri, var greindur með heilabilun í fyrra. Hann var lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn við komuna frá Egyptalandi en þar hefur hann dvalið frá því í byrjun janúar. Hann var fluttur á sjúkrahús þar fyrir nokkrum dögum og við heimkomuna var hann sendur í frekari rannsóknir á Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn.

Hinrik, sem er franskur, flutti til Danmerkur árið 1967 þegar hann og Margrét Þórhildur gengu í hjónaband. Þegar Margrét varð drottning árið 1972 fékk hann ekki konungstign og hefur Hinrik aldrei leynt óánægju sinni með það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert