Lögreglan ákærð fyrir morð

AFP

Þrír lögreglumenn á Filippseyjum og uppljóstrari lögreglunnar hafa verið ákærðir fyrir morð á unglingspilti sem sakaður var um eiturlyfjasölu.

Yfirvöld á Filippseyjum hafa greint frá því að 3.987 hafi verið drepnir af lögreglu í sjálfsvörn frá því forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hóf stríðið gegn fíkniefnum um mitt ár 2017.

Ekki liggja fyrir opinberar tölur um hversu margir hafa verið drepnir til viðbótar í 2.235 málum sem tengjast stríðinu gegn fíkniefnum.

AFP

Lögfræðingar á vegum Human Right Watch fjölluðu í síðustu viku um framlag Íslands á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson er fyrsti íslenski utanríkisráðherrann sem ávarpar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og ræddi hann sérstaklega um mannréttindabrotin á Filippseyjum og gífurlegan fjölda morða filippseysku lögreglunnar.

Í máli þeirra Laila Matar og John Fisher kom fram að framganga Íslands hafi vakið verðskuldaða athygli og hefur fjölgað þeim þjóðum sem taka undir málflutning Íslendinga.

Sjá nánar hér

Kian delos Santos, 17 ára, var skotinn til bana í aðgerðum lögregla gegn fíkniefnasölum í Manila í fyrra. Lögreglan hélt því fram að hann væri eiturlyfjasali og hefði skotið að þeim þegar átti að handtaka hann. En rannsókn hefur leitt í ljós að Santos skaut ekki af byssu og myndskeið úr öryggismyndavélum sýna hann dreginn eftir götunni af tveimur lögreglumönnum. 

AFP

Í ákærunni kemur fram að sumir þeirra sem eru ákærðir voru með grímur fyrir andliti til að koma í veg fyrir að þeir þekktust. En þeir voru auk þess að vera ákærðir fyrir morð ákærðir fyrir að hafa komið byssu fyrir á Santos  og að hafa framkvæmt húsleit á heimili hans án heimildar.

Þeir voru hins vegar ekki ákærðir fyrir að pynta hann líkt og farið var fram á. Jafnframt voru 13 lögreglumenn til viðbótar ekki ákærðir fyrir morð, pyntingar og ólöglega leit í aðgerðum þessa nótt, aðfararnótt 16. ágúst 2017.

Flestir íbúar Filippseyja styðja aðgerðir Duterte gegn eiturlyfjasölum en aðrir gagnrýna aðferðir sem beitt er. Morð á þúsundum borgara séu glæpir gegn mannkyninu.

Morðið á Delos Santos og tveimur öðrum ungmennum í Malina, sem sakaðir voru um að hafa rænt leigubílstjóra í fyrra, hafa vakið reiði meðal almennings. 

T
T AFP

John Fisher, lögfræðingur hjá Human Right Watch, hefur starfað á Filippseyjum og rætt við fjölskyldur þeirra sem hafa verið teknir af lífi og segir hann stöðuna grafalvarlega. Ekki sé nóg með að börn séu drepin í stríðinu heldur séu fjölmörg börn munaðarlaus þar sem foreldrar þeirra hafa verið skotnir til bana af lögreglu.

Í ársskýrslu HRW kemur fram að frá því stríðið gegn fíkniefnum hófst hafa yfir 12 þúsund íbúar landsins verið drepnir í stríðinu.

Ársskýrsla HRW

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert