Myrti eiginkonu sína „óvart“

Jonathann Daval við hliðina á mynd af Alexiu Daval.
Jonathann Daval við hliðina á mynd af Alexiu Daval. AFP

Eiginmaður konu sem var myrt á hrottalegan hátt í október hefur viðurkennd að hafa myrt konuna. Samkvæmt lögfræðingum hans framdi hann morðið „óvart.“

Lík Al­ex­ia Dav­al, 29 ára banka­starfs­manns, fannst í Es­moul­ins í Haute-Saô­ne í októ­ber. Hún hafði verið bar­in og vænt­an­lega kyrkt.

Eiginmaður hennar, Jonathann Daval, var handtekinn vegna málsins á mánudag. Hann hafði áður neitað að eiga þátt í dauða eiginkonu sinnar. Lögfræðingar hans greindu hins vegar frá því í dag að hann hefði játað fyrir lögreglu og að hann hefði ekki ætlað sér að drepa hana.

„Hann sagði að þetta væri slys og biðst afsökunar,“ sögðu lögfræðingar hans við AFP-fréttaveituna. Rannsakendur höfðu áður sagt að ástæða dauða Alexiu Daval mætti ef til vill rekja til hjónabandserja.

Daginn sem hún var myrt hafði Alexia Daval farið út að hlaupa og að sögn eig­in­manns­ins, Jon­athann Dav­al, sneri hún aldrei aft­ur. 

Morðið þótti sér­stak­lega óhugn­an­legt og tóku tæp­lega tíu þúsund manns í minn­ing­ar­göngu um hana í nóv­em­ber. Fjöl­marg­ir hlaupa­hóp­ar stóðu fyr­ir hlaup­um í henn­ar minn­ingu í kjöl­farið enda ekk­ert sem gaf vís­bend­ing­ar um að eig­inmaður­inn hefði myrt hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert