Pútín hló að svörtum lista Bandaríkjamanna

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að svarti listinn eigi ekki …
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að svarti listinn eigi ekki bara við þá 210 sem hann skipa, heldur alla rússnesku þjóðina. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hló að „svörtum lista“ sem bandaríska fjármálaráðuneytið sendi frá sér í gær. Listinn inniheldur nöfn rússneskra embættismanna og kaupsýslumanna sem koma til greina að beittir verði refsiaðgerðum, verði lög um að refsa Rússum fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 að veruleika.

Pútín grínaðist með að hann væri móðgaður að nafn hans væri ekki að finna á listanum, en þar eru margir hátt settir embættismenn í stjórn forsetans, 114 stjórnmálamenn og 96 kaupsýslumenn. Meðal þekktra manna á listanum má nefna forsætisráðherrann Dmitry Medvedev og Roman Abramovich, milljarðamæring og eiganda enska knattspyrnufélagsins Chelsea.

Pútín, sem hyggst gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum í Rússlandi í mars, segir að listi Bandaríkjastjórnar sá fjandsamlegur og að hann flæki sambandið á milli ríkjanna. Hann muni samt sem áður ekki eyða of miklu púðri í að hugsa um listann, rússneska þjóðin ætti frekar að einbeita sér „að sjálfri sér og efnahagsmálum.“

Listinn er sjö síður að lengd og inniheldur 210 nöfn eins og áður hefur komið fram. Pútín er þeirrar skoðunar að listinn hafi áhrif á alla 146 milljónir íbúa Rússlands. „Allir hafa verið settir á einhvers konar lista.“

Roman Abramovich gæti þurft að sæta refsiaðgerðum frá Bandaríkjastjórn.
Roman Abramovich gæti þurft að sæta refsiaðgerðum frá Bandaríkjastjórn. CARL COURT
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert