Rússnesk orrustuþota skotin niður

Rússneskur flugmaður í orrustuþotu af gerðinni SU-25.
Rússneskur flugmaður í orrustuþotu af gerðinni SU-25. AFP

Rússneskur flugmaður féll í átökum við íslamista í Sýrlandi í dag eftir að orrustuþota hans hafði verið skotin niður samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að íslamistasamtökin Hayat Tahrir al-Sham hafi sagst hafa skotið orrustuþotuna niður en ekkert minnst á flugmanninn.

Samtökin segja að um hefnd hafi verið að ræða fyrir loftárásir Rússa á bæinn Idlib sem þau hafa á valdi sínu.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur staðfest að orrustuþota af gerðinni SU-25 hafi verið skotin niður á svæðinu og að flugmaðurinn hafi fallið „í átökum við hryðjuverkamenn“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert