Réttarhöldin hafin í Brussel

Réttarhöld  yfir Salah Abdeslam eru hafin í Brussel en mikill viðbúnaður er í borginni vegna komu hans til Belgíu. Abdeslam er ákærður fyrir morðtilraun og ólöglegan vopnaburð í Belgíu en hans bíða réttarhöld í Frakklandi fyrir aðild að hryðjuverkaárás í París sem kostaði 130 manns lífið.

Abdeslam neitaði að heimila myndatökur af sér við réttarhöldin en að sögn fréttamanna er hann skeggjaður og klæddur í hvítan pólóbol. Réttarhöldin munu væntanlega taka fjóra daga og segir dómarinn að ekki verði heimilt að mynda sakborninginn meðan á réttarhöldunum stendur.

Uppfært klukkan 8:19 - Abdeslam greinir frá því að hann muni ekki svara neinum spurningum við réttarhöldin.

AFP
AFP
Mikill viðbúnaður er við dómshúsið í Brussel.
Mikill viðbúnaður er við dómshúsið í Brussel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert