Stefnuræðu Zuma frestað - vaxandi þrýstingur um afsögn

Búið er að fresta fyrirhugaðri stefnuræðu sem Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, átti að flytja á fundi þingsins næsta fimmtudag.  Baleka Mbete, forseti þingsins, greindi frá þessu en án þess þó að gefa upp nýja tímasetningu. Mjög hefur verið þrýst á að Zuma segi af sér.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Afríska þjóðarráðið (ANC), sem situr í ríkisstjórn, hefur kallað flokksráðið saman til fundar á morgun. 

Zuma, sem er 75 ára gamall, hefur neitað að stíga til hliðar í kjölfar ásakana um spillingu í opinberu starfi. 

Í desember tók varaforseti landsins, Cyril Ramaphosa, sem leiðtogi flokksins. Hann þykir líklegur arftaki Zuma sem næsti forseti landsins. 

Fyrr í dag hvöttu forsvarsmenn Nelson Mandels-sjóðsins Zuma til að stíga til hliðar. 

Sjóðurinn sagði m.a. í yfirlýsingu, að undir stjórn Zuma hafi Suður-Afríka mátt þola kerfisbundinn þjófnað, og að Zuma verði að fara fyrr heldur en síðar.

Jacob Zuma er sakaður um spillingu og þrýstingur á að …
Jacob Zuma er sakaður um spillingu og þrýstingur á að hann segi af sér fer vaxandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert