Bandaríkjamenn gerðu árás í Sýrlandi

Eldar loga í Idlib-héraði. Aukin harka hefur færst enn á …
Eldar loga í Idlib-héraði. Aukin harka hefur færst enn á ný í átök stríðsins í Sýrlandi. AFP

Hernaðarbandalag undir forystu Bandaríkjamanna, sem barist hefur gegn Ríki íslams, gerði í gær árásir á vopnaða hópa hliðholla Sýrlandsstjórn í landinu. Árásirnar voru gerðar í Deir Ezzor, að því er bandalagið sagði sjálft frá. 

Í yfirlýsingu frá bandalaginu, CENTCOM, segir að herir sem styðji Sýrlandsstjórn hafi gert árásir á bækistöðvar uppreisnarmanna að tilefnislausu. 

Í yfirlýsingunni kemur ekki fram hvort að mannfall hafi orðið í árásunum en í frétt CNN  segir að yfir 100 hafi fallið. 

Hinir vopnuðu hópar sem réðust á bækistöðvar uppreisnarmanna eru sagðir hafa beitt margvíslegum vopnum og að um 500 hermenn hafi tekið þátt í áhlaupinu. Þeir eru m.a. sagðir hafa notast við rússneska skriðdreka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert